top of page

Viðskiptaskilmálar

Listaakademían er sjálfstætt starfandi tónlistarskóli sem býður upp á metnaðarfullt og persónulegt nám.

​

Listaakademian slf.

Kt. 481123-1190

Ástu-Sólliljugata 9

270 Mosfellsbær

S: 894-9943

listaakademian@listaakademian.is

 

Greiðsluskilmálar

Greiðslur námskeiðsgjalda og skólagjalda

Við skráningu á námskeið Listaakademíunnar samþykkir viðskiptavinur greiðslu á námskeiðsgjaldi og við skráningu telst kominn á skuldbindandi samningur milli aðila.

Þegar þú hefur gengið frá skráningu á námskeiðskaupum eða skólagjöldum hjá Listaakademíunni í gegnum heimasíðu skólans, hefur þú 14 daga til þess að falla frá kaupunum og óska eftir endurgreiðslu. Það á þó ekki við ef námskeið sem keypt er hefst innan 14 daga frá skráningu og kaupum þess. 

Ef afbókun með a.m.k. 7 daga fyrirfara fæst inneign í formi gjafabréfs fyrir andvirði námskeiðsins eða endurgreiðsla að frádregnu 20% umsýslugjaldi.

 

Listaakademían áskilur sér rétt til að að breyta, fresta eða fella niður námskeið t.d. ef lágmarks þáttaka næst ekki á námskeiðið eða vegna forfalla starfsfólks. Kaupendum verður þá boðið að breyta skráningu sinni, fá inneign í formi gjafabréfs eða að fá námskeiðsgjaldið endurgreitt.

 

Listaakademían tekur á móti kortum gefnum út af Visa og Mastercard í gegnum greiðslusíðu Rapyd.

Einnig er hægt að greiða með millifærslu og þá þarf að senda kvittun á netfangið: listaakademian@listaakademian.is

Listaakademían

Kt. 481123-1190

Rkn. 0133 - 26 - 015559

Allar upphæðir eru í íslenskum krónum og innihalda öll gjöld sem ber að greiða.

 

Hægt er að skipta skólagjöldum Listaakademíunnar í þrjár greiðslur. Staðfestingargjald (sem fæst ekki endurgreitt) auk tveggja annarra greiðslna (í byrjun október og byrjun febrúar fyrir heilt námsár).

 

Segja upp tónlistarnámi

Segja þarf upp námi með þriggja mánaða fyrirvara. Ef nemandi hættir þarf að greiða fyrir þrjá mánuði eftir að uppsögn er tilkynnt. Ef uppsögn berst eftir fyrsta mars eru skólagjöld ekki endurgreidd.

Uppsögn þarf að tilkynna skriflega eða með tölvupósti á netfangið: listaakademian@listaakademian.is

Í maí á hverju ári þurfa allir nemendur skólans að staðfesta áframhaldandi nám með því að greiða staðfestingargjald. Staðfestingargjald fæst ekki endurgreitt.

 

Frístundarkort Reykjavíkurborgar og Frístundaávísun Mosfellsbæjar

Hægt er að nota frístundarkort til frádráttar á skólagjöldum, en einungis er hægt að ráðstafa styrknum á haustin þegar gengið er frá skólagjöldum. Óheimilt er að endurgreiða Frístundarstyrk.

 

 

Hljóðfæraleiga

Skólinn leigir út hljóðfæri og er leigugjaldið 20.000kr fyrir skólaárið.

Í leigusamningi sem forráðamenn nemenda undirrita eru leiguskilmálar og ábyrgð leigutaka. Stundum verða slys og hljóðfæri skemmast. Skólinn er ekki tryggður fyrir því, hljóðfærin eru á ábyrgð leigutaka. Við bendum foreldrum á að hægt er að skrá hljóðfærið inn í heimilistryggingu. Hljóðfæraleigugjald fæst ekki endurgreitt.

 

Gjafabréf

Gjafabréf hjá Listaakademíunni renna ekki út.

Þau gilda sem aðgöngumiði á því námskeiði sem gjafabréfið er gefið út fyrir, og ef þau glatast er ekki tryggt að kaupandi fái aðgöngu að námskeiði.

Ef kaupandi vill bóka námskeið á vefsíðu okkar er hægt að hafa samband við okkur til að fá gjafabréfið breytt í vefkóða: listaakademian@listaakademian.is

 

Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

​

Lög og varnarþing
Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

bottom of page