top of page

Kennarar

Listaakademían

Greta.jpg

Greta Salóme Stefánsdóttir

Stofnandi Listaakademíunnar

Greta Salóme, fiðluleikari og söngkona hefur um árabil verið eftirsótt tónistarkona bæði innanlands og utan. Hún hefur tvisvar sinnum sigrað Söngvakeppni Sjónvarpsins og komið fram fyrir Íslands hönd í Eurovision, auk þess að hafa verið á samningi hjá Disney með eigin sýningu síðan 2015. Hún starfar einnig sem konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands auk þess að koma fram á hinum ýmsu tónleikum á Íslandi sem og erlendis. Greta Salóme er með bachelor gráðu í fiðluleik og meistaragráðu í tónlist og lærði hún bæði í Listaháskóla Íslands og Stetson University

 
CHRISSIE-0013.jpg

Chrissie Telma Guðmundsdóttir

Stofnandi Listaakademíunnar, fiðlukennari

Chrissie Telma Guðmundsdóttir er ein af stofnendum Listaakademíunnar ásamt Gretu Salóme Stefánsdóttur.

Í Listaakademíunni starfar hún sem deildarstjóri, Suzuki fiðlukennari og kennari Krílafjörs.

Hún er einnig stofnandi og stjórnandi hátíðarinnar Fiðlufjör sem hún heldur árlega fyrir fiðlunemendur á öllum stigum. 

 Hún lauk B.Mus gráðu undir handleiðslu Auðar Hafsteinsdóttur og Guðnýjar Guðmundsdóttur árið 2014. Chrissie lauk meistaragráðu í fiðluleik frá Arizona undir handleiðslu prof. Danwen Jiang. Hún hefur lokið fullgildum kennsluréttindum til Suzuki kennslu undir handleiðslu fyrrum Suzuki kennara síns á yngri árum, Lilju Hjaltadóttur.

Chrissie er mjög virk í íslensku tónlistarlífi og  hefur meðal annars leikið einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Sinfóníuhljómsveit Áhugamanna.

Hún er meðlimur í Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, heldur reglulega einleikstónleika um land allt ásamt því að leiða strengjasveitina Íslenska Strengi. 

CHRISSIE-0013.jpg

Katrín Halldóra Sigurðardóttir

Gestakennari - Söngur

Katrín Halldóra Sigurðardóttir útskrifaðist frá leikarabraut Listaháskóla Íslands árið 2015. Hún stundaði áður söngnám við Complete Vocal Institute í Kaupmannahöfn og einnig á Jazz- og rokkbraut við Tónlistarskóla FÍH.

Hún leikur í söngleiknum Sem á himni og í Hvað sem þið viljið í Þjóðleikhúsinu í vetur.

Katrín hóf á sínum tíma störf hjá Þjóðleikhúsinu eftir útskrift árið 2015. Lék hún þá Henríettu í Í hjarta Hróa Hattar og Margréti í ≈ [um það bil] og var tilnefnd til Grímunnar fyrir bæði hlutverk sem leikkona ársins í aukahlutverki. Í Þjóðleikhúsinu lék hún einnig Dollí í Djöflaeyjunni, Bjönku í Óþelló og jólaálfinn Reyndar í Leitinni að jólunum. Hún lék nú síðast í Ást og upplýsingum í Þjóðleikhúsinu.

Katrín lék Elly uppfærslu Borgarleikhússins og Vesturports og var hún tilnefnd til Grímunnar sem leikkona ársins í aðalhlutverki og hlaut hún Grímuna sem söngvari ársins. Hún hlaut einnig Menningarverðlaun DV fyrir túlkun sína á Elly. Í Borgarleikhúsinu lék Katrín einnig í Sýningunni sem klikkar, Bæng, Sex í sveit og Vanja frænda.

Hún hefur leikið í ýmsum verkefnum fyrir sjónvarp, t.d. í Ófærð II, áramótaskaupum og var einn af handritshöfundum áramótaskaupsins árið 2018 sem hlaut Edduna sem skemmtiþáttur ársins.

Katrín er einn af stofnendum Improv Ísland og hefur komið fram á fjölmörgum sýningum hópsins í Þjóðleikhúskjallaranum auk þess sem hún er kennari á spunanámskeiðum.

Hún starfar einnig sem söngkona og hefur víða komið við á sviði tónlistar

Kennsla hjá Katrínu hefst árið 2024

Katrín-Halldóra-Sigurðardóttir-2017.jpg
Níels-Thibaud-Girerd_minni-scaled.jpg
Níels-Thibaud-Girerd_minni-scaled.jpg

Níels Thibaud Girerd

Gestakennari - Framkoma

Níels Thibaud Girerd er leikari og sviðslistamaður sem lauk BA gráðu frá Leikarabraut LHÍ árið 2021. Fyrir það hafði hann tekið þátt í alskonar leik-og sviðslistatengdum verkefnum auk dagskrárgerðar og framleiðslu. Níels starfaði hjá Morgunblaðinu og 365 miðlum frá árunum 2010 – 2015. Á árunum 2020 – 2021 framleiddi og leikstýrði Níels þáttunum „Óperuminning“ sem var samstarfsverkefni Íslensku óperunnar og RÚV í tilefni 40 ára afmælis Íslensku óperunnar.

Á árunum 2015 – 2017 starfaði Níels sem sýningarstjóri og aðstoðarleikstjóri við Íslensku óperuna, kom hann meðal annars þar að sýningunum á borð við Mannsröddin, Évgení Ónegin, Toscu og Brothers. Auk þess hefur Níels leikstýrt óperunum Rabbi Rafmagnsheili eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Hrafntinnu og Örlagaþráðum fyrir Íslensku óperuna. Meðal annarra leikstjórna verkefna Níelsar má nefna helst söngleikinn Syngjandi í Rigningunni sem sýndur var í Víðistaðaskóla árið 2023.

Frá útskrift við Listaháskólann hefur Níels leikið í Stundinni okkar fyrir Ríkissjónvarpið.

Stefanía Svavarsdóttir

Gestakennari - Söngur

Stefanía hefur  verið að syngja frá unga aldri og var sem barn í Söngskóla Maríu og Sönglist í Borgarleikhúsinu. Hún hóf feril sinn með unglingahljómsveitinni Bob Gillan & Ztrandverðirnir 13 ára gömul og 16 ára gekk hún til liðs við Stuðmenn í 2 ár. 
Árið 2014-2015 lærði hún söng í FÍH og fór svo út til Kaupmannahafnar að læra söng í Complete Vocal Institute. Árið 2014 byrjaði hún að kenna í Söngskóla Maríu og var þar til 2020.
Frá 2016 hefur aðal atvinnan hennar verið að syngja, kenna söng og talsetja teiknimyndir.

ab6761610000e5eb5e93e8cdddf496749633d92a.jpeg
bottom of page