top of page

Listaakademían

Stofnuð 2023

Listaakademían er sjálfstætt starfandi tónlistarskóli sem býður upp á metnaðarfullt og persónulegt nám. Skólinn hefur það að markmiði að byggja upp öflugt starf þar sem nemendur og kennarar vinna saman að markmiðum í öruggu og metnaðarfullu umhverfi. Skólinn mun bjóða upp á Suzukinám á fiðlu, fiðlukennslu fyrir lengra komna nemendur  og ungbarnatíma fyrir börn og foreldra.

Á næsta ári bætist síðan við hefðbundið rytmískt söngnám og söngnám fyrir yngri nemendur.

Skólinn er staðsettur í Hlégarði í Mosfellsbæ, Guðríðarkirkju í Grafarholtinu og með aðstöðu hjá Fæðingarheimili Reykjavíkur, en nemendur hvaðanæva að geta sótt um í Listaakademíuna.

bottom of page